að í kerfinu okkar eru menn ekki settir í gæsluvarðhald þegar þeir hafa verið ákærðir fyrir mjög alvarleg brot og afplánun hefst ekki strax.
Lausnin er í fyrsta lagi að bæta við einu stykki fangelsi og hækka laun fangavarða svo afplánun geti hafist strax og að ekki þurfi að hleypa hættulegum mönnum út á götuna svo þeir geti hefnt sín eða brotið af sér aftur.
Rýmka þarf einnig heimildir dómara til að setja menn í gæsluvarðhald ef þeir eru kærðir fyrir alvarleg brot. Einnig má setja reglur um að menn hefji afplánun þegar þeir hafi verið dæmdir af héraðsdómi. Slík mál þyrftu svo að fá forgang í dómskerfinu svo að menn sem gætu verið sýknaðir sætu inni í lengri tíma.
og já, reynslulausnir eiga ekki að vera venja og samfélagsþjónusta á að vera í höndum dómskerfisins en ekki fangelsismálastofnunar.
Sagði kynlífið skyldu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er sammála með að menn skuli vera settir í gæsluvarðhald fyrir alvarleg brot en kannski vandamálið með svona mál er að menn er ekki teknir að verki og því orð á móti orði og reglan segir saklaus uns sekt er sönnuð.
En það er alveg deginum ljósara að eitthvað róttækt þurfi að fara gerast í þessum málum, líður varla dagur án þess að maður heyrir fréttir af nauðgunum og klúðri sem á sér stað við rekstur málana og ekki síst á dómunum sem menn fá.
Hans Jörgen Hansen, 26.6.2007 kl. 09:47
Sammála í meginatriðum. En reglan "saklaus uns sekt er sönnuð" er nú ekki einu sinni virt á okkar ágæta Íslandi miðað við hversu oft maður heyrir að fólk sé dæmt á líkum. Persónulega finnst mér rangt að dæma fólk nema það liggi fyrir 100% sannanir í málinu. Efast reyndar ekki um það í þessu máli!
SÆJ (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 09:56
Menn eru settir í gæsluvarðhald byggt á því að þeir geti spillt rannsókn málsins og þá látnir dúsa inni í marga mánuði án þess að vera dæmdir sekir þannig að við íslendingar tökum þessa reglu um að fólk sé saklaust þar til sekt er sönnuð ekki mjög alvarlega.
Dómari sem viðkomandi er leiddur fyrir í byrjun þarf samt að hafa frekari heimild til að halda mönnum ef hann telur mögulegt að hann brjóti aftur af sér á tímanum. Og ef viðkomandi er laus og brýtur af sér aftur þá á auðvitað að halda honum inni...
Kerfið er bara svo ofboðslega hægt að vinna úr þessu...
Sandra og Varði, 26.6.2007 kl. 11:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.