Birtist grein eftir mig á föstudaginn, læt hana fylgja hér til gamans... ;-) Mikil umræða hefur verið síðustu ár um fjölgun öryrkja á Íslandi og annars staðar ívestrænum þjóðfélögum. Mikið hefur verið rætt um stöðu þessa þjóðfélagshóps hér á landi og hvernig íslensk samfélag býr að þeim. Öryrkjar sjálfir telja að stór hluti af þeirri félagslegu útilokun sem þeir segjast búa við sé útilokun öryrkja frá atvinnulífinu. Í samfélögum sem eru með sterka vinnumenningu eins og á Íslandi og ímynd einstaklingsins af sjálfum er nátengd stöðu hans í vinnuumhverfi sé þessi útilokun en nærtækari. Í skýrslum Tryggva Þórs Herbertssonar, Stefáns Ólafssonar ásamt skýrslu Rannsóknaseturs verslunarinnar við Háskólann á Bifröst sem eru með þeim ítarlegustu rannsóknum sem finna má um þetta málefni á síðustu árum er þessi hugmynd rædd og ályktað að þjóðfélagslega hagkvæmt sé að styðja við öryrkja hér á landi til sjálfstæðis. Starfsendurhæfing öryrkja til fullrar þjóðfélagsþátttöku ásamt endurskoðun bótakerfisins eru nefndar sem helstu leiðir til að ná þessum markmiðum. Meiri áhersla er þó lögð á að rökstyðja breytingu á bótakerfinu en að sýna fram á að starfsendurhæfing sé þjóðfélagslega hagkvæm. Í verkefni sem undirritaður vann í heilsuhagfræði við Háskóla Íslands var reynt að meta þjóðfélagslegan ávinning af Atvinnu með stuðningi (AMS). Starfsemi AMS snýst í stuttu máli um að styðja við bakið á fötluðum einstaklingum við að komast út á vinnumarkaðinn. Þar sem starfsemi AMS snýst um að styðja við starfsendurhæfingu þess hóps öryrkja sem er líklegastur að búa við litla sem enga starfsreynslu og sem ætla megi að hvað erfiðast eigi að fóta sig í atvinnulífinu má nota niðurstöður þessa verkefnis til að áætla hvort þjóðfélagslega hagkvæmt sé að bjóða öryrkjum almennt upp á þessa þjónustu. Kostnaðar ábata greining var notuð til að skoða kostnað við að veita þjónustuna og þann ábata sem samfélagið og einstaklingurinn hljóta af þjónustunni. Við það að vera á lægstu launum sem kjarasamningar þjónustuþega Atvinnu með stuðningi býðst eða 130.000 kr á mánuði eykst hagur þeirra, þó aðeins um tæp 60.000 kr á mánuði eftir að tekið hefur verið tillit til skerðinga bóta. Samfélagið hins vegar fær skatttekjur sem það fékk ekki áður ásamt því að greiða minni bætur til einstaklinganna. Þessar auknu skatttekjur og skertar bætur eru hlutfallslega meiri en sá kostnaður sem hlýst af því að aðstoða þjónustuþeganna út á atvinnulífið. Samkvæmt niðurstöðum mínum um AMS þá fær þjóðfélagið til baka rúmlega þrjár og hálfa krónu fyrir hverja krónu sem við eyðum í þjónustuna. Ábati þjónustunnar fyrir þá rúmlega hundrað þjónustuþega sem njóta stuðnings AMS má því áætla á bilinu 120 til 150 milljónir. Á sama tíma sýna erlendar rannsóknir að lífsgæði þessa samfélagshóps sem fengu tækifæri til að fóta sig á almennum vinnumarkaði bötnuðu marktækt. Því meiri sem geta einstaklingsins var því meira bötnuðu lífsgæðin. Áætluð þjóðfélagsleg áhrif þess að fá öryrkja út í atvinnulífið eru einnig mikil. Samkvæmt skýrslu rannsóknarseturs verslunnarinnar á Bifröst þáðu 12.755 manns örorkulífeyri hér á landi árið 2005. Samkvæmt skýrslunni gæti hagur ríkissjóðs til dæmis beinlínis batnað af því að afnema tekjutengingu örorkubóta og með aukinni atvinnuþátttöku öryrkja. Aðeins þarf 10% öryrkja að fara út á vinnumarkaðinn og hafa meðallaun í tekjur til að afkoma ríkissjóðs batni um 1.140 milljónir kr. Aðrir telja að þessi áhrif verði enn meiri og taka þá tillit til aukinnar framleiðni þjóðfélagsins. Ljóst er þó að umræða um ábata félagslegrar þjónustu er oft ábatavant og gildishlaðin þar sem ekki er rætt um hvort fjármunum þjóðfélagsins sé í raun vel varið. Hins vegar hefur verið sýnt fram á ábata einstaklingsins og samfélagsins í heild af starfsendurhæfingu. Samfélagið ber því ekki kostnað af þessari þjónustu heldur má segja að það beinlínis tapi á því að veita hana ekki. Lífsgæði þessa samfélagshóps batnar ásamt því að hann tekur virkan þátt í samfélaginu. Við þurfum því að breyta um hugsunarhátt. Við þurfum að hætta að tala um kostnað samfélagsins af þessari þjónustu heldur hugsa um hana sem fjárfestingu, bæði í grunngildum okkar sem þjóðfélags og samfélagi sem nýtir möguleika sína til fulls. Höfundur er stjórnmálafræðingur og hagfræðinemi.
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.